Saturday, September 23, 2006

Ég hef lítið fundið á íslensku eða á íslenskum síðum um orkeringu, þó veit ég að Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á námskeið en þar sem ég hef fundið allt mitt námsefni á netinu og í bókum hef ég ekki farið á námskeið þar. Hef þó stundum hugsað um hvort ég gæti fengið hjá þeim eitthvað á íslensku um efnið. Það eina sem ég hef fundið á íslensku enn sem komið er er í kennskubók um kvennlegar hannyrðir frá að mig minnir 1926 og ég veit ekki hvort ennþá eru notuð orðin rétthverfur og úthverfur hnútur um það sem heitir á enskunni ,,1half stitch" og ,,2 half stitch" Hvað sem því líður langaði mig að koma á netið einhverju af því sem ég hef verið að grafa upp um þessa handavinnu og meðan ég hef ekki annað nota ég íslenskuna úr gömlu kennslubókinni. Hvernig gengur og hvort það er hægt að setja þetta inn á bloggsíðu kemur í ljós ég reyni það úr því ég hef ekki vefsíðusvæði til að setja þetta inn á.

No comments: