Áhöld og efni



Skyttur/nálar

Þau eru einföld tækin sem þarf til að orkera, ein til tvær orkeringarskyttur, eða nálar eins og þær eru kallaðar í flestum verslunum, (mér finnst skytta bara fallegra orð og svo er það bein þýðing á enska orðinu shuttle), heklunál og garn. 
Nálarnar/skytturnar eru til í nokkrum mismunandi útfærslum, ég hef séð þrjár gerðir hér á Íslandi.  

1. Myndin sýnir stærðina ekki nógu vel. 
Ég skipti út við tækifæri og set eldspýtustokk með.
Er það ekki alltaf klassískt?
1) Nálar úr plasti með lítilli áfastri heklunál og lausri spólu. Þær fást í flestum hannyrða-verslunum sem selja tól og efni til orkeringar.  Þægilegar að því leyti að maður þarf ekki að leggja þær frá sér til að grípa heklunálina og fljótlegt að losa spóluna úr til að vefja upp á hana. Svo passa saumavélaspólurnar sem ég keypti í Paff (10 stk.) í þær líka. Þær eru örlítið stífari í en upprunalegu spólurnar en mér finnst það ekki verra og kostur að geta skipt um spólu þegar mig langar til að prófa eitthvað nýtt og vil geyma aðeins það sem ég er að vinna í. Helsti gallinn er hvað þær eru óhönduglegar vegna stærðarinnar, heklunálin rekst eða krækist oft í garnið.  


2. Litlar og þægilegar en taka ekki minna garn
en þessar stærri með spólunni.

2) Einfaldar litlar plastskyttur sem eru eins í báða enda. Fást eins og hinar í flestum hannyrða-verslunum,   eru mjög meðfærilegar og hægt að smella þeim í sundur en það er ekki fljótlegra að vefja upp á þær þannig. Helsti gallinn er hvað maður er lengi að vefja upp á þær. 

3. Þessar eru til í fleiri litum og held ég 
alltaf seldar tvær saman í pakka. 

3) Heilar plastskyttur  sem mjókka í hvassan odd í annan endann. Oddinn getur verið hægt að nota í staðin fyrir heklunál og eins til að rekja upp og það er fljótlegra að vefja upp á þær en einföldustu gerðina m.a. vegna þess að platan sem er oddlaus er styttri. Mér hættir til að stinga mig í fingurna á oddinum á þeim. Þær hafa ekki verið eins algengar í búðum og hinar tvær gerðirnar. 


4) Ég á eina málmskyttu með krók á öðrum endanum og lausri spólu fyrir garn. Ef ég man rétt pantaði ég hana á Amazon. Mér finnst hún liprari en plast-skytturnar með áföstu heklunálinni (nr.1) en það er erfiðara að ná hjólinu úr henni til að vefja upp á það og plastspólurnar passa ekki í hana.

Það þarf svo ekki að leita mikið á netinu til að sjá skyttur af öllum stærðum og gerðum, úr tré, málmi og beini, nýjar og antik og sjálfsagt hægt að panta frá fleirum en Amazon. Ef ég eignast fleiri, ég hef t.d. séð eina gerð úr buffalahorni á umræddri vefverslun, set ég örugglega myndir af þeim hér inn líka. 
Svo er David Reed Smith með glæsilegt úrval af handsmíðuðum skyttum


Garn









No comments: